BÓKUNARSKILMÁLAR HÓPA
- Við bókun greiðist kr. 30.000- af heildarverði til staðfestingar á bókun. Áður en greiðsla berst þá hefur viðskiptavinur ekki staðfesta bókun. Eindagi staðfestingargreiðslu er breytilegur og er skilgreindur af seljanda hverju sinni.
- Staðfestingargjald er ekki endurgreiðanlegt. Það endurspeglar kostnað vegna bókunar og undirbúning ferðar.
- Lokagreiðsla greiðist í að lágmarki 10 dögum fyrir innritunardag.
- Sé ferð afbókuð tíu dögum, eða skemur, fyrir innritunardag fæst ferð ekki endurgreidd.
ALMENNIR SKILMÁLAR FERÐA
- Hafa skal í huga að öllum ferðum fylgir áhætta og að viðskiptavinur fara í ferðir af fúsum og frjálsum vilja. Þáttakendur í ferðum eru skyldugir að fylgja leiðbeiningum og fyrirmælum starfsfólks seljanda í einu og öll til að forðast óþarfa áhættu eða tjón. Þátttakendur eru sjálfir ábyrgir fyrir því að tryggja að þeir séu í líkamlegu ástandi til að taka þátt í ferð, þar á meðal að fara á og af baki. Þátttakendur eru skyldugir að upplýsa seljanda um hvers konar ástand sem kann að hafa áhrif á getu þeirra til að taka þátt í ferð. Viðskiptavinir eru ábyrgir fyrir tjóni sem þeir valda með gáleysislegri hegðun, bæði gagnvart þriðja aðila og seljanda, þar á meðal með því að fylgja ekki þessum skilmálum eða frekari fyrirmælum, eða gefa upp rangar upplýsingar til seljanda. Öllum þátttakendum er skylt að vera með hjálma í ferð, án undantekninga.
- Seljandi er ekki ábyrgur fyrir slysum, veikindum, náttúruhamförum, veðri eða öðrum atriðum sem ekki verður stjórnað af seljanda.
- Seljandi áskilur sér rétt til að breyta eða fella niður ferðir. Ferðir eru háðar því að veðurskilyrði séu góð svo hægt sé að tryggja öryggi viðskiptavina eða starfsfólks. Vegna þessa gæti einnig reynst nauðsynlegt að stytta ferð.
- Viðskiptavinir eru ábyrgir fyrir ferðum sínum til og frá áfangastað. Þarf af leiðandi eru þeir ábyrgir fyrir skaða og tjóni sem þeir valda á þeim ferðum. Þá tekur seljandi enga ábyrgð á tjóni sem hlýst af aðstæðum sem seljandi hefur enga stjórn á (force majeure aðstæðum).
- Hítarnes og Hítarneskot er eignaland í einkaeigu og eru ferðir um landið háðar leyfi landeiganda vegna útigangshrossa og breytilegra aðstæðna í umhverfi. Ferðir um landareignina eru eingöngu heimilaðar í fylgd með landeigendum eða öðrum í umboði landeiganda.
- Endursala ferða og aðstöðu til þriðja aðila er óheimil.
Með kaupum á þjónustu undirgangast viðskiptavinir skilmála seljanda. Öll verð eru gefin upp með VSK
VEÐUR OG AÐSTÆÐUR
- Allar ferðir utandyra eru háðar veðri og aðstæðum hverju sinni. Seljandi áskilur sér rétt til að breyta eða fella niður ferðir ef aðstæður og eða veður er metið sem svo að það kunni að hafa áhrif á öryggi ferðarinnar. Það er gert með hag viðskipavina og starfsfólks í huga. Hafa skal í huga að veður og aðstæður eru mjög breytilegar á Íslandi.
FERÐATRYGGINGAR
- Allir sem ferðast eru hvattir til að vera með persónutryggingar í lagi og tryggja sig á ferðalagi. Það er ódýr og góð leið til að njóta ferðarinnar enn betur og hjálpar ef eitthvað óvænt kemur upp á.
ÁFENGI, FÍKNIEFNI OG ÓSÆMILEG HEGÐUN
- Seljandi áskilur sér rétt til að neita fólki sem er undir áhrifum áfengis og annarra fíkni og ávanabindandi efna að fara í ferðir með okkur.
- Seljandi áskilur sér rétt til að neita fólki að fara í ferð talin er hætta á að viðskiptavinur geti skaðað sjálfa sig eða aðra í ferðinni með óábyrgðri hegðun af einhverju tagi.
- Ósæmileg hegðun er ekki liðin í ferðum á vegum seljanda hvort sem er um að ræða hatursfull eða kynferðisleg umræða og/eða gjörðir. Verði viðskipta vinir uppvísir af þesskonar hegðun áskilur seljandi sér rétt til að neita eða vísa viðskiptavini úr ferð. Viðskiptavinur getur ekki farið fram á endurgreiðslu ef upp kemur slíkt atvik.
- Við þessar kringumstæður veitir seljandi ekki endurgreiðslu á neinn hátt.
PERSÓNUVERND
- Seljandi skuldbindur sig til að meðhönda persónuupplýsingar í samæmi við lög og reglur. Seljandi mun ekki deila þeim með þriðja aðila.
- Seljandi áskilur sér rétt til að deila upplýsingum með starfsfólki sem koma að bókunum, áætlanagerð og leiðsagnar vegna ferða sé það talið nauðsynlegt. Seljandi mun undir öllum kringumstæðum takmarka upplýsingagjöf við nauðsynlegar upplýsingar sem taldar eru að geti haft áhrif á aðstæður sem skapast geta í ferðum. Við sérstakar aðstæður svo sem í samskiptum við neyðaraðila (sjúkraflutninga, lögreglu eða björgunarsveitir) getur slejandi þurft að deila upplýingum ef við teljum það varða hagsmuni viðskiptavina okkar. Eða ef landslög krefjast þess.
- Bókanir og upplýsingar verða geymdar innan bókunarkerfa og samskiptakerfum seljanda (svo sem nafn, titill, tölvupóstfang og símanúmer) þannig að tryggt sé að bókunarferli og samskipti í kringum bókanir gangi sem best fyrir sig. Svo sem ef þörf er á að breyta bókunum.
- Seljandi getur mögulega haft samband við viðskiptavini eftir ferðir til að fá álit á ferð en kaupandi er ekki skuldbundinn til að gefa slíkt álit.