DAGSFERÐIR
-FERÐIR FYRIR EINSTAKLINGA OG MINNI HÓPA UM LÖNGUFJÖRUR-
HÍTARNESKOT BÝÐUR YKKUR VELKOMIN
Hítarneskot er upphaflega sveitabær þar sem búið var með sauðfé og hross. Árið 2015 var íbúðarhúsið endurgert að innan og girðingar endurnýjaðar með það að markmiði að taka á móti ferðafólki og þá sérstkalega að bjóða upp á spennandi valkost fyrir hestafólk sem vill upplifa Löngufjörur.
Hópum býðst að leigja aðstöðuna í Hítarneskoti og njóta útreiða um Hítarnes í fylgd staðarhaldara.
DAGSFERÐIR
Upphaf Löngufjara í suðri er við Hítarnes. Einstaklingum og minni hópum býðst að koma með hross og fara í ferðir út á fjörur í fylgd með staðarhaldara. Mæting og brottför gesta er samdægurs. Stærð hóps er mest 40 knapar og er hópur blandaður af einstaklingum og minni hópum. Riðið er um Hítarnes þar sem farið er um breytilegt umhverfi líkt og grasigróna sandbakka, ósaleirur, svarta sanda og að ógleymdum gylltum söndum þar sem hófadynurinn ómar. Reiðtúrar eru á um 3 klst. þar sem riðinn er hringur frá Hítarneskoti út á fjörur og endað aftur í Hítarneskoti. Einn hestur dugar í reiðtúr og eru nokkur stopp í reiðtúrnum. Tímasetning ferða er breytileg vegna flóðs og fjöru. Við húsið eru beitarhólf girt af með rafmagnsgirðingum. Þar hafa hross aðgang að vatni auk þess sem gerði er við húsið. Gestir hafa möguleika á að leigja afnot af hólfi ef gestir gista á öðrum gististöðum. Dagsetningar dagsferða eru sérstaklega auglýstar ár hvert.