HÓPAR

-GISTING OG FERÐIR FYRIR HÓPA UM LÖNGUFJÖRUR-

HÍTARNESKOT BÝÐUR YKKUR VELKOMIN

Hítarneskot er upphaflega sveitabær þar sem búið var með sauðfé og hross. Árið 2015 var íbúðarhúsið endurgert að innan og girðingar endurnýjaðar með það að markmiði að taka á móti ferðafólki og þá sérstkalega að bjóða upp á spennandi valkost fyrir hestafólk sem vill upplifa Löngufjörur.
Hópum býðst að leigja aðstöðuna í Hítarneskoti og njóta útreiða um Hítarnes í fylgd staðarhaldara.

AÐSTAÐA


Hítarneskot stendur við fjöruborðið við syðsta hluta Löngufjara. Upphaf Löngufjara í suðri er við Hítarnes. Íbúðarhúsið tekur mest tíu gesti í gistingu í fjórum svefnherbergjum. Fullbúin eldunarastaða er til staðar auk þess sem gasgrill er við húsið. Við húsið er sólpallur með garðhúsgögnum ásamt heitum rafmagnspotti. Mest er tekið á móti fimmtán gestum á svæðið. Gestir umfram þá tíu sem eru í húsinu útvega tjaldvagna eða tjöld og greiða auka gjald. Við húsið eru beitarhólf girt af með rafmagnsgirðingum. Þar hafa hross aðgang að vatni auk þess sem gerði er við húsið.

FERÐIR

Hítarneskot stendur við syðsta hluta Löngufjara. Hópum býðst að koma með hross og fara í ferðir út á fjörur í fylgd með staðarhaldara. Riðið er um Hítarnes þar sem farið er um breytilegt umhverfi líkt og grasigróna sandbakka, ósaleirur, svarta sanda og að ógleymdum gylltum söndum þar sem hófadynurinn ómar. Reiðtúrar eru á um 2-3 klst. þar sem riðinn er hringur frá Hítarneskoti út á fjörur og endað aftur í Hítarneskoti. Einn hestur dugar í reiðtúr og eru nokkur stopp í reiðtúrnum. Tímasetning ferða er breytileg vegna flóðs og fjöru.

HÍTARNES